Hver er tilgangur hundalífsins? – Fyrsta stikla

Krúttleg dýr hafa lengi laðað marga í bíó, og nú er á leiðinni ein slík um hund, sem fæðist aftur og aftur í nýjum og nýjum hundalíkama.

dog 3

Myndin heitir A Dog´s Life og er eftir Lasse Hallstrom. Josh Gad talar fyrir hundinn ( hundana ), sem reynir í gegnum mörg æviskeið sín að átta sig á tilgangi lífsins.

Einhvernveginn virðist sem tilvera hans og Ethan, sem Dennis Quaid leikur sem fullorðinn mann, eigi sérstaka samleið, en þeir hittast amk. tvisvar, Ethan sem sami maður, en hundurinn orðinn önnur hundategund.

Hundurinn lærir síðan ýmislegt á þessari vegferð sinni.

Sjáðu fyrstu stiklu úr myndinni hér að neðan sem kemur í bíó hér á Íslandi 3. febrúar 2017.