Green Lantern stiklan lendir á netinu

Um helgina sögðum við frá því að Entertainment Tonight sýndi nokkur brot úr væntanlegu hasarmyndinni Green Lantern, en nú er stiklan komin á netið í fullri lengd og hana má finna hér fyrir neðan.

Green Lantern er byggð á samnefndri ofurhetju, en Hal Jordan er flugmaður sem uppgötvar stórslasaða geimveru að nafni Abin Sur. Abin Sur er meðlimur í Green Lantern herdeildinni svokölluðu, en það eru lífverur frá öllum hornum vetrarbrautarinnar sem leggjast á eitt til að vernda heiminn. Allir Green Lantern meðlimir eru vopnaðir hring sem gerir þeim kleift að gera allt sem þeir ímynda sér að raunveruleika. Ryan Reynolds fer með hlutverk Hal Jordan, en með önnur hlutverk fara Gossip Girl-stjarnan Blake Lively, Tim Robbins, Peter Sarsgaard or Mark Strong.

– Bjarki Dagur