Depp myrtur í Austurlandahraðlest

johnny deppHer stjörnuleikara mun á næstunni stíga um borð í Austurlandahraðlestina, en þau Johnny Depp, Daisy Ridley, Judi Dench, Michelle Pfeiffer, Michael Pena, Derek Jacobi, Tom Bateman og Lucy Boynton verða meðal leikenda í nýrri endurgerð á myndinni sígildu, sem gerð er eftir sakamálasögu Agatha Cristie.

Michael Green skrifar handritið, en sagan fjallar um það þegar athafnamaður finnst myrtur um borð í Austurlandahraðlestinni, og spæjarinn Hercule Poirot reynir að leysa gátuna, á sama tíma og fjöldinn allur af fólki liggur undir grun.

Kenneth Branagh bæði leikstýrir og leikur Poirot og Hamilton leikarinn Leslie Odom Jr. leikur Dr. Arbuthnot. Depp mun leika hlutverk Ratchett, mannsins sem er myrtur.

Ridley leikur Mary Debenham, konu sem er ástfangin af lækninum, og Dench verður Dragomiroff prinsessa, sem er hluti af rússneska háaðlinum. Pfeiffer verður frú Hubbard, farþegi sem á sér leyndarmál, og Pena er kúbanskur farþegi að nafni Marquez. Bateman leikur Bouc.

„Morðgáta Christie er dularfull, hrífandi og stuðandi í senn,“ sagði Branagh í yfirlýsingu í The Hollywood Reporter.  „Það er heiður að vinna með svona frábærum hópi leikara, og fá að kynna þetta efni fyrir nýjum hópi áhorfenda.“

Tökur hefjast nú í nóvember í Lundúnum, og myndin er væntanleg á hvíta tjaldið 24. nóvember 2017.