Farið yfir feril Curtis Hanson

Curtis Hanson, leikstjóri mynda á borð við L.A. Confidential og 8 Mile, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles á þriðjudaginn, 71 árs gamall. curtis hanson

Blaðamaður Variety hefur skrifað grein um Hanson, sem vann Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að L.A. Confidential. Þar segir meðal annars að hann hafi orðið betri með aldrinum, sem sé sjaldgæft á meðal leikstjóra.

Einnig kemur þar fram að átrúnaðargoð Hanson hafi verið Alfred Hitchcock og Nicholas Ray, leikstjóri Rebel Without a Cause.

Hér fyrir neðan má einnig sjá umfjöllun Wall Street Journal um Hanson og myndbrot frá ferli hans: