Ljósin slokkna – hrollvekja á toppnum

Hrollvekjan Lights Out, sem fjallar um raunir fjölskyldu sem sér hrollvekjandi veru þegar ljósin eru slökkt, var vinsælasta mynd landsins nú um helgina og situr á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, sína fyrstu viku á lista. Í humátt á eftir henni er síðan bannaða teiknimyndin Pulsupartý, eða Sausage Party, sömuleiðis ný á lista, en hún fjallar um nýlenduvörur ýmisskonar sem trúa því að handan stórmarkaðarins leynist mikil paradís, en raunveruleikinn er auðvitað allt annar!

lights out

Þriðja vinsælasta mynd landsins er myndin sem var í öðru sæti í síðustu viku, Leynilíf gæludýra. 

Fjórar aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni: fjölskyldumyndin Pete´s Dragon fer beint í fimmta sætið, spennu-dramað stórgóða Hell or High Water fer beint í sjöunda sæti listans, Race, sannsögulega myndin um íþróttamanninn Jesse Owens, fer beint í 17. sætið og Cemetery of Splendour fer beint í 21. sæti listans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice