Streep ný frænka Poppins

meryl-streepStórleikkonan Meryl Streep á í viðræðum um að taka að sér hlutverk í nýju Mary Poppins myndinni frá Disney, Mary Poppins Returns, en myndin er framhald hinnar sígildu Mary Poppins myndar frá árinu 1964.

Samkvæmt frétt Variety kvikmyndavefjarins þá mun Streep leika hlutverk frænku Poppins, Topsy, sem kom ekki við sögu í upprunalegu myndinni.

Mary Poppins Returns verður söngleikur í leikstjórn Rob Marshall ( Into the Woods ) með Emily Blunt í hlutverki barnfóstrunnar fljúgandi. Streep mun syngja í myndinni.

Lin-Manual Miranda, stjarnan úr Broadway söngleiknum vinsæla Hamilton, mun einnig leika eitt af aðalhlutverkunum, hlutverk Jack.

Myndin sækir efnivið í sjö viðbótar Mary Poppins skáldsögur P.L. Travers, og gerist í Lundúnum á tímum kreppunnar miklu ( sama tíma og sögurnar voru skrifaðar á upphaflega ).

Jane og Michael Banks, sem núna eru orðin fullorðin, fá, ásamt þremur börnum Michael, heimsókn frá hinni töfrandi Mary Poppins eftir persónulegan harmleik og missi. Með töframætti sínum, og með hjálp vinar hennar Jack, þá hjálpar hún fjölskyldunni að enduruppgötva gleðina og undrunina sem vantar í líf þeirra.

Von er á myndinni í bíó 25. desember árið 2018.