Ghostbusters dúkkurnar rjúka út

Leikfangafyrirtækið Mattel segir, samkvæmt frétt í Variety kvikmyndaritinu, að nýju Ghostbusters dúkkurnar seljist mun betur en búist var við.

Fyrirtækið segir að dúkkurnar, sem og fleira dót úr myndinni, eins og Ghostbusters bíllinn, draugabyssurnar og fleira, væru mjög vinsælar bæði hjá strákum og stelpum.

Í fréttinni er sérstaklega tekið fram að þó að allar aðalhetjurnar séu konur, þá séu dúkkurnar seldar í strákadeildinni.

ghostbusters

„Við erum himinlifandi með móttökurnar,“ sagði Joe Lawandus hjá Mattel.

„Við vinnum náið með Sony til að tryggja að hver dúkka sé einstök og hver þeirra hafi sín einkenni úr myndinni, eins og draugabyssur. Fyrstu viðbrögð sýna að vörurnar eru að ná til aðdáenda Ghostbusters.“

Eins og sjá má hér að neðan, eru aðalleikkonurnar Kristen Wiig, Melissa McCarthy, Leslie Jones og Kate McKinnon, auðþekkjanlegar þegar horft er á dúkkurnar.

dót