Keyptu réttinn að Tarantino mynd

tarantinoooHollywood framleiðandinn The Weinstein Company hefur keypt alheims sýningarréttinn,  að Frakklandi undanskildu, á nýrri heimildarmynd um leikstjórann Quentin Tarantino; 21 Years: Quentin Tarantino.

Framleiðandi og leikstjóri er Tara Wood.

Þeir Weinstein bræður, Harvey og Bob, byrjuðu að vinna með Tarantino fyrir nærri 25 árum síðan að myndinni Resorvoir Dogs, sem var fyrsta mynd Tarantino. Þeir hafa unnið með leikstjóranum að öllum hans verkefnum síðan þá.

Myndin er önnur myndin í heimildarmyndaröð Wood, en fyrsta mynd hennar í þessari seríu var 21 Years: Richard Linklater. Wood er nú  með þá þriðju í vinnslu, samkvæmt frétt The Wrap vefsíðunnar.

„21 Years“ vísar til þess að ferill listamanns einkennist af fyrstu 21 árinu. Myndin mun fjalla um verk Tarantino á bakvið tjöldin.

Rætt verður við samstarfsmenn, vini og aðra kvikmyndagerðarmenn um hvernig það er að vinna með Tarantino.