Leikur tvo ólíka bræður í Fargo 3

The Last Days in the Desert leikarinn Ewan McGregor hefur verið ráðinn í tvö hlutverk í þriðju seríu sjónvarpsþáttanna stórgóðu Fargo, en þættirnir hafa m.a. hlotið Emmy verðlaun.

Rétt eins og í Last Days in the Desert, þar sem McGregor fór með tvö hlutverk ( Jesú og djöfullinn ) þá mun hann leika tvö hlutverk í Fargo, hlutverk bræðranna Emmit og Ray Stussy.

ewan

Emmit Stussy er bílastæðakóngurinn í Minnesota. Myndarlegur fasteignabraskari og fjölskyldumaður sem hefur náð langt á eigin verðleikum. Í stuttu máli þá hefur hann allt sem prýðir góðan mann, og er ameríski draumurinn holdi klæddur.

Ray er aftur á móti þunnhæður með bumbu, og náði hátindi lífs síns í miðskóla. Hann vinnur núna sem skilorðseftirlitsmaður. Hann er bitur yfir hlutskipti sínu í lífinu, og kennir bróður sínum, Emmit, um allt sem aflaga hefur farið.

Samkvæmt frétt Indiewire þá á þessi þriðja þáttaröð að gerast nær nútímanum en hinar tvær þáttaraðirnar.

Lítið er vitað um söguþráð að svo stöddu, fyrir utan það að tengsl verða við síðustu seríu. „Það verða tengingar, líkt og fyrsta serían hafði tengsl við kvikmyndina og önnur serían tengdist þeirri fyrstu,“ sagði Noah Hawley við Entertainment Weekly. 

Aðalhlutverk í fystu seríu lék Billy Bob Thornton, en hún gerðist árið 2006.  Fyrsta serían fékk þrenn Emmy verðlaun, en Martin Freeman og Colin Hanks léku einnig stór hlutverk.

Önnur þáttaröð gerðist árið 1979 og var með þeim Patrick Wilson og Kristen Dunst í aðalhlutverkum.