Gera Lé níræður og áttræður

Óskarstilnefndi leikstjórinn Richard Linklater hefur unnið með nokkrum leikurum í fleiri en einni mynd, fólki eins og Jack Black (School of Rock, Bernie), Matthew McConaughey (Dazed and Confused, Bernie) og svo auðvitað Boyhood Óskarsverðlaunahafanum Patricia Arquette.

sinister-movie-image-ethan-hawke-01

Enginn kemst þó með tærnar þar sem Ethan Hawke hefur hælana í þessu samhengi, því Hawke hefur unnið með Linklater í átta myndum!

Þeir félagar ætla ekki að láta þar við sitja heldur hafa sett stefnuna á amk. ein mynd til viðbótar … sem þó gæti orðið nokkur bið á.

Richard_Linklater_April_2015Í samtali við Esquire tímaritið á síðasta ári sagði leikarinn: „Við Richard Linklater eru að pæla í að gera kvikmynd um Lé konung þegar hann verður 90 ára og ég verð 80 ára, og það yrði síðasta verkefnið okkar áður en við setjumst í helgan stein.“

Linklater hefur nú staðfest þessa frásögn Hawke í samtali við breska blaðið The Independent. 

„Já. Við sjáum þetta sem lokaverkefnið okkar. Það er gott að hafa framtíðarsýn. Það gefur mér tíma til að hugsa vandlega um það,“ sagði leikstjórinn, sem er þekktur fyrir langtímahugsun. „Lér verður sú stóra.“

Á meðal mynda sem Hawke og Linklater hafa gert saman eru The Newton Boys, Tape og Boyhood.

Næsta mynd Hawke er endurgerðin á vestranum The Magnificent Seven, sem kemur í bíó í haust, en þar leikur hann á móti Chris Pratt og Denzel Washington.

Nýjasta mynd Linklater er Everybody Want´s Some.