Afi Superman fær sjónvarpsþátt

Bandaríska sjónvarpsstöðin Syfy hefur pantað prufuþátt frá Ian Goldberg og David Goyer ( Man of Steel, Batman v Superman: Dawn of Justice ) úr nýrri seríu sem heitir Krypton, með persónum úr DC Comics heiminum. Að venju þá munu gæði prufuþáttarins ráða úrslitum um hvort að pöntuð verður heil þáttaröð.

Krypton

Þættirnir gerast tveimur kynslóðum áður en Krypton, heimapláneta Superman, eyðileggst. Fjallað er um afa Superman, en ætt hans var útskúfað og gerð skömm – og hann reynir að endurheimta heiður fjölskyldunnar og bjarga heiminum frá ringulreið.

Goyer mun endurskrifa handrit prufuþáttarins með Sleepy Hollow höfundinum Damian Kindler.