Konur líklegri í nektarhlutverk

Konur eru næstum því þrisvar sinnum líklegri til að koma naktar fram í Hollywood bíómyndum en karlmenn, samkvæmt nýrri rannsókn.

Árleg skýrsla um stöðu kvenna og stúlkna í Kaliforníu, skoðaði 100 stærstu kvikmyndir ársins 2014, og komst að því að þar komu 9% karlkyns leikara naktir fram á móti 26 % leikkvenna.

margot robbie

Í skýrslunni segir að ekki hafi konur einungis verið meira kyngerðar, heldur hafi einungis 23% af kvenhlutverkum verið í vinnu í myndunum, þó svo að konur séu 43% af vinnuafli Bandaríkjanna.

Konurnar voru líklegri til að leika eiginkonur og mæður, og voru ekki sjáanlegar í tekjuhæstu myndunum.

Árið 2014 voru konur aðalhetjurnar í 12% mynda, samanborið við 16% árið 2002.

Í könnuninni, sem Mount Saint Mary’s háskólinn í Los Angeles framkvæmdi, segir að konur hafi komið betur út að þessu leiti í sjónvarpi og á Netflix.

Þar voru konur 42% af öllum persónum sem fengu að segja eitthvað í myndinni, og 40% af öllum aðal persónum.

Hér má lesa meira um málið.