Witherspoon víkur fyrir Wiig

kristen-wiigÍ fyrra var sagt frá því að Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon hefði verið ráðin í hlutverk í mynd Alexander Payne, Downsizing, þar sem hún átti að leika á móti The Martian leikaranum Matt Damon. Nú hefur hinsvegar orðið breyting þar á, því Witherspoon er horfin á braut, en í staðinn er komin gamanleikkonan Kristen Wiig. Ástæðan er sögð árekstur við önnur verkefni.

Myndin fjallar um venjulegan mann frá Omaha, sem Matt Damon leikur, sem tekur þátt í því ásamt öðru fólki að láta minnka sig. Hann flytur síðan í eitt af mörgum samfélögum fyrir lítið fólk, sem hafa sprottið upp út um allan heim. Ekki er vitað hver persóna Kristen Wiig verður, en talið var á sínum tíma að Witherspoon ætti að leika konu sem hittir þennan „minnkandi“ mann.

Margir þekktir leikarar aðrir leika í myndinni, eins og t.d. Christoph Waltz og Hong Chau, en Jason Sudeikis, Alec Baldwin og Neil Patrick Harris voru nefndir á sínum tíma, en eru ekki endanlega staðfestir núna.

Wiig sést næst í Ghostbusters í sumar, nánar tiltekið 22. júlí hér á Íslandi.

Þá talar hún fyrir persónu í Sausage Party, sem kemur einnig í bíó í sumar.