Aðsókn jókst á Stockfish

Aðsókn á Stockfish – kvikmyndahátíð í Reykjavík jókst milli ára, en á sjöunda þúsund manns sóttu hátíðina sem lauk á sunnudag. Hátíðin heppnaðist afar vel, samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum.

Yfir fjörtíu erlendra gesta sóttu hátíðina heim, bæði úr alþjóðlegu kvikmyndaumhverfi og blaðamenn.

jóhann jóhannsson

Sprettfiskurinn 2016, stuttmyndaverðlaun hátíðarinnar fóru til Like it’s up to you í leikstjórn og framleiðslu Brynhildar Þórarinsdóttur. Myndin er eitt skot og einn rammi og fjallar um samkynhneigða konu sem fær að heyra góðlátlegar athugasemdir kollega sinna um kynhneigð sína í fimm mínútur. Auk titilsins fékk Brynhildur Canon EOS 70D frá Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi.

Nokkrar kvikmyndir Stockfish halda áfram í almennum sýningum í Bíó Paradís, en það eru Óskarsverðlaunamyndin Son of Saul og Óskars-tilnefnda myndin The Look of Silence. Einnig verða myndirnar The Witch, The Blue Room, Cemetery of Splendour, The Assassin, The Other Side, Nahid, Letter to the King og Arabian Nights (Vol 1-3) sýndar í Bíó Paradís.