Nakinn í nýrri stiklu

tom-hiddleston-puts-body-on-display-high-riseThor leikarinn Tom Hiddleston skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið í nýrri stiklu fyrir myndina High-Rise, sem væntanleg er í bíó nú í vor.

Myndin gerist árið 1975. Skammt frá London flytur Dr. Robert Laing inn í nýja íbúð og leitast eftir algjörlega and – og nafnlausri tilveru, en kemst fljótt að því að íbúar í blokkinni ætla sér ekki að gefa honum neinn frið. Laing ákveður því að spila með. Fólkið er vandamálið. Áfengi er gjaldmiðillinn. Kynlíf er lausnin við öllu. Löngu síðar, þegar hann situr á svölunum og snæðir hund arkitektsins, líður Dr. Robert Laing loksins eins og heima hjá sér.

Jeremy Irons, Sienna Miller, Luke Evans og Elisabeth Moss leika einnig í myndinni, sem leikstýrt er af Ben Wheatley, og gerð eftir skáldsögu J.G. Ballard.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto sl. haust.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan:

high - rise