Verðlaunatvíeyki til Bachelors

j.k. simmonsWhiplash leikarinn J.K. Simmons og Before Midnight leikkonan Julie Delpy hafa verið ráðin til að leika aðalhlutverk í dramamyndinni The Bachelors, eða Piparsveinarnir, í lauslegri þýðingu, en tökur myndarinnar hefjast í næsta mánuði.

Sagan í myndinni, sem er sögð vera samkvæmt Deadline vefsíðunni, í svipuðum anda og Ordinary People, er eftir Kurt Voelker ( Sweet November ) sem mun leikstýra myndinni sömuleiðis.

The Bachelors fjallar um ekkil og 17 ára gamlan son hans sem flytja úr litlum bæ í norðurhluta Kaliforníu til Los Angeles í von um að geta byrjað upp á nýtt. Eftir að hafa fengið nýja vinnu, byrjað í nýjum skóla, hitt gamlan vin og tvær merkilegar konur, þá breytist líf þeirra til muna.

J.K. Simmons vann Óskarsverðlaun á síðasta ári fyrir leik sinn í Whiplash og Delpy hefur tvisvar verið tilnefnd fyrir handritaskrif ( ásamt leikstjóranum Richard Linklater og meðleikara sínum Ethan Hawke ) fyrir bæði Before Sunrise og Before Midnight.

delpy„Við erum himinlifandi yfir því að fá svona flotta leikara inn í verkefnið,“ sagði Nadine de Barros hjá Fortitude framleiðslufyrirtækinu.  „Þetta verðlaunatvíeyki passar vel við þessa fallegu sögu […].“

Delpy lék í Avengers: Age of Ultron í fyrra og Simmons lék nýlega í gamanmyndinni Bastards, auk þess sem hann talar fyrir þorparann Kai í Kung Fu Panda 3. 

Væntanlegar frá Simmons að auki eru The Meddler, þar sem hann leikur á móti Susan Sarandon, og The Accountant, þar sem hann leikur á móti Ben Affleck og Anna Kendrick.