Bourne kemur úr skugganum

Í auglýsingatímum Ofurskálarinnar svokölluðu í Bandaríkjunum, eða SuperBowl, í gær, voru frumsýndar ýmsar flottar auglýsingar, þar á meðal sýnishorn úr nýjum og væntanlegum bíómyndum.  Þeirra á meðal var fyrsta sýnishorn úr myndinni um ofurnjósnarann Jason Bourne!

Sýnishornið úr myndinni var 30 sekúndna langt, en áður höfðu birst einstaka ljósmyndir. Í sýnishorninu sjáum við Bourne meðal annars í slagsmálum.

Aðalleikari er Matt Damon og leikstjóri er Paul Greengrass, en þetta er þriðja Bourne myndin sem þeir gera saman. Alls hafa verið gerðar fimm Bourne myndir að þessari meðtaldri.

Bourne-620x349

Ekkert er enn vitað um söguþráð myndarinnar nema þetta „einn hættulegasti fulltrúi CIA er færður út úr skugganum.“

Aðrir helstu leikarar eru Alicia Vikander, Vincent Cassel, Tommy Lee Jones og Julia Stiles.

Kíktu á sýnishornið hér fyrir neðan og nýtt plakat þar fyrir neðan:

Jason-Bourne-poster