„Riddick 4" og sjónvarpsþættir í bígerð

Framleiðslufyrirtæki Vin Diesel er með sjónvarpsþætti í bígerð sem kallast Merc City. Þeir munu fjalla um persónur úr kvikmyndunum Pitch Black, The Chronicles of Riddick og Riddickriddick mynd

Fjórða myndin í Riddick-seríunni virðist einnig vera í undirbúningi, samkvæmt færslu Diesel á Instagram, og hefst handritagerðin í næsta mánuði.

Riddick, sem kom út 2013, gekk nokkuð vel í miðasölunni. Samanlagt náði hún inn 98 milljónum dala um heim allan en kostnaður hennar nam 38 milljónum dala.

Framundan hjá Diesel er þriðja xXx-myndin en D.J. Caruso (Disturbia) var nýlega ráðinn leikstjóri hennar. Upptkökur á áttundu Fast & Furious-myndinni hefjast svo á næsta ári. Þar verður F. Gary Gray leikstjóri, eins og við höfum áður greint frá.