Handrit Annie Hall fyndnast í sögunni

Handritið að Annie Hall í leikstjórn Woody Allen hefur verið kjörið það fyndasta í sögunni af samtökunum Writers Guild of America. AnnieHall_117Pyxurz

Allen og Marshall Brickman sömdu handrit myndarinnar sem kom út árið 1977. Alls var 101 mynd tilnefnd sem hefur komið út síðustu 86 árin.

Þær myndir sem komu á eftir Annie Hall á topp fimm voru Some Like It Hot, Groundhog Day, Airplane! og Tootsie.

Nýjustu myndirnar sem komust á listann voru Bridesmaids, sem lenti í 16. sæti, og The 40 Year Old Virgin, sem lenti í sæti númer 31.

Elsta myndin á listanum var The Gold Rush eftir Charlie Chaplin sem kom út árið 1925.

Hérna má sjá listann í heild sinni.