Jack Reacher 2 fær nafn

Jack reacherTökur eru hafnar á Jack Reacher mynd númer 2, en hún hefur fengið nafnið Jack Reacher: Never Go Back. Í aðalhlutverki er sem fyrr Tom Cruise ( Mission: Impossible myndirnar, Edge of Tomorrow) og leikstjóri er Edward Zwick (The Last Samurai, Blood Diamond).

Tökur fara fram í New Orleans. Frumsýning er áætluð 21. október á næsta ári, eða eftir nákvæmlega eitt ár.

Fyrri myndin, Jack Reacher, þénaði 218,3 milljónir Bandaríkjadala í bíó á sínum tíma. Nýja myndin er byggð á 18. bók rithöfundarins Lee Child, Never Go Back.

Handrit skrifa Richard Wenk (The Expendables 2, The Equalizer) og Marshall Herskovitz (Love and Other Drugs, The Last Samurai) og  Zwick.

Til gamans má geta þess að Jack Reacher 2 mun eiga í höggi við tvær aðrar framhaldsmyndir þann 21. október 2016, Underworld 5 og Ouija 2, og verður spennandi að sjá hver þeirra mun heilla bíógesti meira.