UPPFÆRT! Nýr rauður prestur í Game of Thrones

melanieGame of Thrones vefsíðan Watchersonthewall.com hefur birt ljósmyndir af Melanie Liburd á tökustað í hlutverki sínu sem Rauður kvenprestur í Game of Thrones, sjöttu seríu, en eins og við sögðum frá fyrr í dag hefur Liburd verið staðfest í hlutverki rauðs kvenprests í sjónvarpsþáttunum vinsælu.

Miðað við frétt Watchersonthewall.com þá er líklega ekki um að ræða að Liburd sé að taka við hlutverki Carice Van Houten  sem Rauði kvenpresturinn Melisandre, eins hægt er að skilja af frétt Deadline.com vefsíðunnar, heldur verði hún annar kvenprestur, líklega að nafni Kinvara, þó það nafn sé enn óstaðfest.

Liburd hefur áður leikið í sjónvarpsþáttunum The Grinder, Strike Back, Dracula og CSI: Crime Scene Investigation.

Tökur á sjöttu þáttaröð Game of Thrones standa nú yfir á ýmsum tökustöðum.