Grimmdarverk í Paradís

Költ kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar snýr aftur í Bíó Paradís í vetur, en sýningar hefjast á sunnudaginn næsta, þann 11. október kl. 20, með sýningu á bíómyndinni Come and See.

Sýningar Svartra sunnudaga verða á hverjum sunnudegi í vetur.

svartir

Í tilkynningu frá bíóinu segir að Come and See sé talin vera ein áhrifamesta kvikmynd sem gerð hefur verið um grimmdarverk herja fasista í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin gerist á árinu 1943 í Hvíta-Rússlandi sem varð einna verst úti af völdum innrásarherja Þjóðverja. 628 hvítrússnesk sveitaþorp voru jöfnuð við jörðu og meira en 100 þúsund íbúar þeirra, konur, börn og gamalmenni brennd inni.

Kvikmyndin Come and See hlaut margvíslega viðurkenningu og verðlaun á sínum tíma, ma. gullverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Hún var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík haustið 1987 í Laugarásbíói.

Hér má kynna sér Svarta Sunnudaga frekar.