Fjórar Transformers á næstu tíu árum

Að minnsta kosti fjórar Transformers-myndir til viðbótar eru í undirbúningi. Þetta sagði forseti Hasbro Studios á ráðstefnu í Cannes í Frakklandi. transformers 4

„Við höfum ákveðið að við viljum skipuleggja næstu tíu árin í Transformers-kvikmyndabálknum,“ sagði forsetinn Steven Davis.

„Verið reiðubúin. Transformers 5 er á leiðinni. Líka sex, sjö og átta.“

Mark Wahlberg mun endurtaka hlutverk sitt sem Cade Yeager í næstu mynd, sem er væntanleg í bíó 2017. Michael Bay verður framleiðandi en mun ekki leikstýra.

Transformes: Age of Extinction kom út í fyrra og halaði inn meira en einn milljarð Bandaríkjadala í miðasölunni á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa fengið frekar slaka dóma. Þriðja myndin, Dark of the Moon frá árinu 2011, rauf einnig eins milljarðs dala múrinn.