Nýjar Ráðgátur – Tvöföld stikla!

Í júlí sl. birtum við fyrsta sýnishornið –  rétt til að kitla áhuga áhorfenda –  úr nýrri seríu af Ráðgátum, eða X-Files eins og þættirnir heita á frummálinu. Þættirnir eru væntanlegir í bandarískt sjónvarp í janúar nk.

Það eina sem vitað er um nýju þættina er að í fyrsta þættinum munu þau Mulder og Scully reyna að leysa mál manns sem er numinn brott af geimverum.

x-files

Í stiklunni sáum við á ný þau Mulder (David Duchovny) og Scully (Gillian Anderson) á vettvangi óvenjulegra og óútskýranlegra atburða.

Nú er hinsvegar komið að lengri stiklu, í tveimur hlutum, sem fylgir með hér að neðan.

Í fyrri hluta stiklunnar kemur í ljós að Mulder er enn jafn áhugasamur um rannsókn yfirskilvitlegra mála og fyrr – enn áhugasamari ef eitthvað er. Þá sjáum við persónu Joel McHale, fréttaþul sem leggur Mulder hjálparhönd. Auk þess sjáum við Mitch Pileggi í hlutverki Walter Skinner, og ennfremur kynnumst við dularfullum gömlum manni.

Upprunlegu Ráðgátuþættirnir voru frumsýndir í september 1993. Þeir gengu í níu ár í röð og urðu einir vinsælustu sjónvarpsþættir allra tíma.

Þættirnir fengur 16 Emmy verðlaun, fimm Golden Globe auk þess að fá Peabody verðlaun.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Nýju The X-Files þættirnir, alls sex að tölu, verða frumsýndir þann 24. janúar nk. á Fox sjónvarpsstöðinni.