Notar ekki Netflix og tekur enn upp á VHS

Leikstjóranum Quentin Tarantino er illa við að streyma kvikmyndum og notar ekki Netflix eða samskonar efnisveitur, þrátt fyrir gífurlegar vinsældir þeirra. DJANGO UNCHAINED

„Ég er alls ekki spenntur fyrir því að streyma. Ég vil hafa eitthvað áþreifanlegt í höndunum. Og ég get ekki horft á mynd í fartölvu. Ég nota ekki Netflix,“ sagði Tarantino í bókinni I Lost it at the Video Store þar sem rætt er við hann og kollega hans á borð við Darren Aronofsky, John Sayles, Kevin O. Russell og Kevin Smith um gömlu, góðu  myndbandaleigurnar sem eru við það að hverfa af sjónarsviðinu.

Tarantino segist hafa fengið myndirnar sem hann horfir á frá myndbandaleigunni Video Archives. Hann hafi keypt allan lagerinn þegar leigan fór á hausinn. „Þetta eru hátt í átta þúsund VHS-myndbönd og DVD-myndir. Ég á slatta af DVD-myndum og helling af myndböndum og ég tek enn upp myndir úr sjónvarpinu á videóspólur svo ég geti haldið safninu mínu gangandi,“ sagði leikstjórinn, sem sjálfur vann á myndbandaleigu áður en hann sló í gegn.

Hér má sjá stiklu úr bókinni: