Vaughn í mynd um hetju sem neitar að skjóta

true-detective-vince-vaughnTrue Detective leikarinn Vince Vaughn mun leika í næstu mynd leikstjórans Mel Gibson, Hacksaw Ridge sem byggð er á sannsögulegum atburðum.

Myndin fjallar um Desmond Doss, fyrsta manninn í sögu Bandaríkjanna sem neitaði að beita ofbeldi í hernaði á grundvelli samvisku sinnar en fékk æðstu viðurkenningu Bandaríkjanna, Medal of Honor.

Vaughn slæst þar með í hóp með Andrew Garfield og Sam Worthington, sem nú þegar hafa verið ráðnir í myndina.

Garfield fer með hlutverk Doss, en myndin hefst í miðri Seinni heimsstyrjöldinni og segir frá hermönnum í 307. fótgönguliði, 77. herdeild, 1. herdeild, hópi B, þar sem þeir eru að æfa sig fyrir bardaga.

Sagan hefst í bækistöð þeirra í suður Karólínu og sýnir hvernig hermönnum eru kennd undirstöðuatriði í því að lifa af við erfiðar aðstæður, áður en þeir eru sendir til Japans, þar sem þeir eiga að fara í bardagann um Okinawa.

Vaughn mun leika Howell liðsforingja, en hann á að sjá til þess að hermennirnir séu tilbúnir í bardaga.

Þó að hann reyni að vekja ótta í hjörtum þeirra, með því að ýta þeim að mörkum þess sem þeir geta, bæði líkamlega og andlega, þá er ljóst að honum er annt um þá og mun gera allt sem í hans valdi stendur til að halda þeim á lífi. En það að hafa mann í liðinu, Doss, sem neytar að skjóta og drepa óvininn, er andstætt öllu sem hann hefur áður lært um stríðsátök.