Krefjandi kynlífssenur

Anna Hafþórsdóttir, aðalleikkona íslensku myndarinnar Webcam, sem frumsýnd var í gær, segir í samtali við mbl.is að kynlífssenur í myndinni hafi verið krefjandi: „Það eru sen­ur þar sem ég er fá­klædd og er að tala í vef­mynda­vél­ina en það sem var enn meira krefj­andi eru kyn­lífs­sen­ur þar sem ég þarf að vera náin með öðru fólki og hrein­lega nak­in,“ segir Anna í Morgunblaðsgreininni.

823912

 

 

Hún seg­ir jafnframt að Sig­urður Anton Friðþjófsson leikstjóri hafi hinsvegar komist mjög fagmannlega frá verkinu.

webcamMyndin fjallar um unga stúlku, Rósalind sem eyðir mestum sínum tíma í að djamma, flakka milli stráka og hanga með bestu vinkonu sinni Agú. Allt þetta breytist þó eftir að hún kynnist strák með gægjuhneigð en þau kynni verða smám saman til þess að Rósalind finnur köllun sína í að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél í beinni útsendingu á netinu. Við fylgjumst síðan með einu og hálfu ári í lífi Rósalindar sem „cam“-stúlku og sjáum hvernig þessi köllun hennar og áhugamál hefur áhrif á ástarsamböndin, fjölskyldulífið og ekki síst vináttu hennar við Agú.

Í samtalinu við mbl.is kemur fram að Anna hafi kynnt sér heim þeirra sem fækka fötum fyrir framan vefmyndavélar sérstaklega, og hafi lagt í rannsóknarvinnu: „Ég lagðist í smá rann­sókn­ar­vinnu, skoðaði þenn­an heim og komst að því að hann er mjög stór þrátt fyr­ir að ég hafi ekki vitað að hann væri til. Það eru allskon­ar stelp­ur að gera allskon­ar hluti og það eru mikl­ir pen­ing­ar í þessu fyr­ir þær sem eru virk­ast­ar og með aðdá­enda­grunn. Það eru menn sem koma aft­ur og aft­ur og stund­um er eins og þeir verði ást­fangn­ir af þeim,“ seg­ir Anna við mbl.is, og bæt­ir við „Þetta er mjög skrít­inn heim­ur.“