Dramatísk fyrsta Snowden kitla

Fyrsta kitlan fyrir nýjustu mynd bandaríska leikstjórans Oliver Stone, Snowden, býður ekki upp á nein atriði úr myndinni sjálfri, en gefur fyrirheit um það sem koma skal með dramatískum hætti.

one nation

Myndin er fyrsta leikna myndin sem gerð er um líf NSA ( National Security Agency ) verktakans og uppljóstrarans Edward J. Snowden.

Handrit myndarinnar, sem gert er eftir bókunum The Snowden Files: The Inside Story of the World´s Most Wanted Man og Time of the Octobus, er skrifað af Stone og Kieran Fitzgerald.

Joseph Gordon-Levitt leikur Snowden í myndinni, en sést ekkert í þessari kitlu, enda er þar í aðalhlutverki dramatísk tónlist, texti og táknmyndir.

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan:

Eins og sést í kitlunni er þar stiklað á stóru í ferli Snowden og endað á því að segja að hann hafi verið orðinn eftirlýstasti maður í heimi aðeins 29 ára gamall.

SNOWDEN_1st_Look

Edward Snowden verður eflaust minnst sem eins helsta uppljóstrara 21. aldarinnar en mál hans komust í hámæli þegar upp komst að hann hafði lekið upplýsingum til fjölmiðla um persónunjósnir breskra og bandarískra yfirvalda.

Von er á myndinni í bíó á Jóladag, 25. desember nk.