Mad Max enn á toppnum

mad-max-fury-road-affiche-53d0cd108fbe8Spennumyndin Mad Max: Fury Road trónir enn á toppi vinsældarlista helgarinnar yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins og hefur því setið á toppnum tvær helgar í röð. Alls sáu rúmlega 3.000 landsmenn myndina yfir helgina og þá hafa tæplega 14.500 manns sé myndina í kvikmyndahúsum hér á landi frá frumsýningu.

Tom Hardy og Charlize Theron fara með aðalhlutverkin í nýjustu útgáfu leikstjórans George Miller sem er ekki einungis höfundur upprunalegu myndanna heldur leikstýrði hann þeim einnig.

Gamanmyndin Pitch Perfect 2 fylgir fast á eftir. Nú ákveða stelpurnar í söngflokknum The Barden Bellas að taka þátt í sjálfri heimsmeistarakeppni söngsveita, en í þeirri keppni hefur bandarískum hópum aldrei tekist að sigra.

Íslenska myndin Bakk situr í þriðja sæti listans. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum. Víkingur Kristjánsson, Gunnar Hansson og Saga Garðarsdóttir fara með aðalhlutverkin.

Screen Shot 2015-05-26 at 6.36.27 PM