Ný mynd frá Steven Seagal!

Von er á nýrri mynd frá bardagalistakappanum og kvikmyndastjörnunni Steven Segal; glæpatryllirinn End of a Gun.

steven seagal

Í myndinni leikur Seagal fyrrum ATF fulltrúa ( Alchohol, Tobacco, Firearms and Explosives ) sem gengur fram á konu og mann á bílastæði stórmarkaðar, þar sem maðurinn er að berja konuna.  Hann neyðist til að drepa manninn og lendir sjálfur í vandræðum í kjölfarið, en hann gæti verið kærður fyrir drápið. Auk þess þá biður konan hann um að hjálpa sér að stela tveimur milljónum Bandaríkjadala sem faldir eru í skottinu á bíl kærasta hennar, sem geymdur er á yfirráðasvæði lögreglunnar.

Leikstjóri er Keoni Waxman.

„Við erum himinlifandi að fá að vinna að nýrri Steven Seagal mynd,“ sagði Brian O´Shea frá The Exchange, sem keypti dreifingarrétt myndarinnar á Cannes kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir, í tilkynningu. „Staða hans sem alþjóðlegs hasarleikara hefur aldrei verið sterkari, og við vonumst til að þetta verði fyrsta mynd af mörgum sem við vinnum að með honum.“

Seagal hóf feril sinn sem Aikido kennari en sneri sér að kvikmyndunum árið 1988 í myndinni Above the Law, en ferill hans reis hæst í myndinni Under Siege árið 1992. Aðrar myndir hans eru m.a. On Deadly Ground, Under Siege 2: Dark Territory, Exit Wounds og Machete.