Albatross söfnun að ljúka – sjáðu fyrstu stiklu!

Fyrsta sýnishornið úr nýrri íslenskri kvikmynd, Albatross, er komið út, en framleiðandi myndarinnar er Flugbeittur kuti og leikstjóri er Snævar Sölvason.

alba

Í tilkynningu frá framleiðendum segir að nú stefni í að myndin verði sú fyrsta sem fjármögnuð verður í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina fund, en áhugasamir geta smellt hér og tryggt sér miða á sérstakar forsýningar með því að styrkja verkefnið. Söfnuninni lýkur á morgun, þriðjudag.

Myndin er væntanleg í kvikmyndahús um miðjan júní.

Myndin fjallar um Tómas sem er ungur og ástfanginn maður sem ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Á golfvellinum í Bolungarvík kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir.

Sjáðu sýnishornið hér fyrir neðan: