Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun

citizenStutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin í 13. sinn í Bíó Paradís dagana 9.-12. apríl. Auk kvikmyndasýninga verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.

Heimildarmyndir verða í brennidepli rétt eins og áður á hátíðinni og má þar helst nefna Óskarsverðlaunamyndina CitizenFour um uppljóstrarann Edward Snowden. Leikstjóri myndarinnar, Laura Poitras, verður viðstöðð sýningu myndarinnar og verður einnig með námskeið í heimildarmyndagerð á hátíðinni.

Bannað að vera fáviti (No Idiots Allowed) er opnunarmynd Reykjavík Shorts & Docs í ár. Einu sinni á ári fyllist, hinn annars rólegi bær, Neskaupstaður af þungarokkurum sem mæta á Eistnaflug, einu hreinræktuðu þungarokkshátíð landsins. Þó að hátíðin, sem nú er haldin í tíunda sinn, sé lítil á alþjóðlega vísu hafa margar af stæstu þungarokkssveitum heims spilað fyrir gesti hátíðarinnar. Bannað að vera fáviti verður sýnd fimmtudaginn 9.apríl kl. 20 í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar, Hallur Örn Árnason, mun svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu myndarinnar.

Dagskrá hátíðarinnar má nálgast HÉR.