Dóttir Arnolds er Zombie – fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan úr Zombie-dramanu Maggie með Arnold Schwarzenegger kom út í dag, en framleiðendur myndarinar ákváðu á síðustu stundu að hætta að við að sýna myndina á kvikmyndahátíðinni í Toronto sl. haust, en tefla henni frekar fram á Tribeca hátíðinni í New York í apríl nk. Myndin verður svo frumsýnd í almennum sýningum nokkrum vikum síðar.

arnold

Leikstjóri er Henry Hobson, en myndin fjallar um mann sem Schwarzenegger leikur, sem reynir að vernda sýkta dóttur sína, sem Abigail Breslin leikur, þegar uppvakningafaraldur breiðist hratt út um heiminn.

Aðrir helstu leikarar eru Joely Richardson, Laura Cayouette og Dana Gourrier.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Persóna Schwarzenegger, Wade, er bóndi og fjölskyldumaður, sem neitar að gefast upp þegar dóttir hans Maggie sýkist af uppvakningaveiki.

Eftir því sem ástand Maggie versnar og yfirvöld reyna að útrýma þeim sem eru sýktir, þá reynir Wade sitt ítrasta til að bjarga henni.

Maggie kemur í bíó og á VOD í Bandaríkjunum 8. maí nk.