Öskubuska á toppnum

cinderella-final-posterDisney-myndin Cinderella trónir á toppi vinsældarlista helgarinnar yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Alls sáu tæplega 4.000 manns myndina yfir helgina.

Ævintýrið um Öskubusku hefur nú verið sett í nýjan búning af Disney þar sem blandað er saman leiknum atriðum og stórkostlegum tölvuteikningum svo úr verður einstök upplifun sem enginn má missa af. Ævintýrið um Öskubusku er eftir franska rithöfundinn Charles Perrault sem samdi einnig ævintýrin um Rauðhettu og úlfinn, Þyrnirós og Stígvélaða köttinn og byggði þau á gömlum þjóðsögum Frakka.

Í öðru sæti listans sitja þau Will Smith og Margot Robbie í spennumyndinni Focus. Smith leikur hér blekkingameistarann Nicky sem lifir góðu lífi á peningum þeirra sem honum hefur tekist að svindla á í gegnum árin. Dag einn hittir hann nýgræðinginn Jess Barrett þegar hún reynir með þokka sínum að blekkja hann og kúga síðan út úr honum pening ásamt samverkamanni sínum. Nicky fellur að sjálfsögðu ekki í gildruna en ákveður í framhaldinu að leyfa Jess að vinna með sér í nýjasta verkefni sínu og kenna henni um leið nýjustu trixin í bókinni.

Spæjaramyndin Kingsman: The Secret Service er ekki svo langt undan í þriðja sæti listans. Þegar einn af meðlimum leyni- og sérsveitarinnar Kingsman deyr þurfa þeir sem eftir eru að finna eftirmann hans og þjálfa hann upp. Myndin er stútfull af þekktum leikurum og má þar nefna Colin Firth, Samuel L. Jackson, Mark Hamill og Michael Caine.

stats