Þóttist hafa unnið Óskarinn

Mark David Christenson klæddi sig í sitt fínasta púss kvöldið sem Óskarsverðlaunin voru haldin þann 22. febrúar síðastliðin. Ástæðan var ekki sú að hann var tilnefndur til verðlauna eða að honum var boðið á verðlaunahátíðina. Christensen vildi einungis athuga hvað hann kæmist upp með ef hann gengi um stræti Hollywood með Óskarsverðlaun við hönd þetta umrædda kvöld.

Athæfið hefur vakið mikla lukku eftir að Christenson setti myndband sem sýnir hann komast upp með ýmislegt með Óskarinn að vopni. Athæfið virðist ganga upp því Christenson fékk m.a. fríar máltíðir, bíómiða og fólk smellti myndum af sér með honum.

FAKE OSCAR PRANK - Pretending to be a Celebrity

 

 

 

 

 

 

Styttan er að sjálfsögðu falsgripur, en flestir hafa ekki séð verðlaunin með berum augum og því auðvelt að blekkjast.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Stikk: