Jóhann verðlaunaður á Golden Globe-hátíðinni

jóhann jóhannssonTónskáldið Jóhann Jóhannsson vann verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í nótt. Hann varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi verðlaun, en Björk Guðmundsdóttir hafði áður verið tilnefnd fyrir leik og besta lag í kvikmynd fyrir myndina Dancer in the Dark.

Á meðal tilnefndra voru tónskald á borð við Hans Zimmer fyrir tónlistina í kvikmyndinni Interstellar.

Eins og fram kemur á heimasíðu Jóhanns þá hefur hann komið víða við í íslensku tónlistarlífi og starfað með fjölmörgum þekktum tónlistarmönnum, bæði innlendum og erlendum. Jóhann hefur einnig samið tónlist fyrir kvikmyndir á borð við Íslenski draumurinn, Blóðbönd og bandarísku kvikmyndina Prisoners.

The Theory of Everything fjallar um líf eðlisfræðingsins Stephen Hawking á yngri árum. Myndinni er leikstýrt af James Marsh sem áður hefur gert kvikmyndina Man on Wire. Það er leikarinn Eddie Redmayne sem fer með hlutverk Hawking og Felicity Jones fer með hlutverk konu hans, Jane.

Útsendingu Golden Globe-athafnarinnar er sjónvarpað á yfir 150 löndum og er þriðja vinsælasta verðlaunaathöfnin á eftir Óskars og Grammy-verðlaununum.