Skyggnst á bak við tjöldin við gerð The Lego Movie

LEGO-Movie-PosterLegómyndin, eða The Lego Movie, var ein vinsælasta teiknimynd síðasta árs og eru framleiðendur strax farnir að huga að gerð framhaldsmyndar. Myndin sat á toppnum í Bandaríkjunum þrjár vikur í röð og naut svipaðra vinsælda hér á landi.

Myndin er gerð af húmoristunum Phil Lord og Chris Miller sem gerðu m.a. 21 Jump Street og teiknimyndasmellinn Cloudy With a Chance of Meatballs. Myndin er blanda af tölvugrafík og „stopmotion“-tækni.

Í nýju myndbandi þar sem skyggnt er á bak við tjöldin við gerð myndarinnar er útskýrt hvernig myndin var gerð og vildu Lord og Miller hafa myndina sem raunverulegasta fyrir aðdáendur Lego. Myndbandið ber heitið „Creating the Bricks“ og er sýnt frá þeirri ótrúlegu vinnu sem fór í að gera alla kubbana í myndinni.

Hér að neðan má sja myndbandið.