Horrible Bosses 2 frumsýnd á föstudaginn

hb2-posterFöstudaginn 19. desember verður grínmyndin Horrible Bosses 2 frumsýnd í Sambióunum. Eftir hremmingarnar í fyrri myndinni ákveða þeir Nick Dale og Kurt að stofna sitt eigið fyrirtæki í kringum glænýja uppfinningu en eru fljótlega farnir á hausinn.

Horrible Bosses var frumsýnd í júlí árið 2011 og náði miklum vinsældum enda þrælskemmtileg. Í henni sagði frá vinunum Nick, Dale og Kurt sem unnu hver á sínum staðnum en áttu það sameiginlegt að yfirmenn þeirra voru vafasamir í meira lagi, hver á sinn hátt, og voru í raun að eyðileggja líf þeirra. Því brugðu þeir félagar á það ráð að hafa samband við leigumorðingja sem átti að losa þá við yfirmannavandann á skjótan og skilvirkan hátt. En auðvitað fór áætlunin ekki alveg eins og þeir höfðu séð fyrir þótt allt hafi blessast að lokum og þeir sloppið með skrekkinn.

Í nýju myndinni, Horrible Bosses 2, ákveða þeir Nick, Dale og Kurt (Jason Bateman, Charlie Day og Jason Sudeikis) að stofna sitt eigið fyrirtæki í kringum sína eigin uppfinningu. Þeir komast síðan í kynni við heldur vafasaman viðskiptamann sem pantar hjá þeim 100 þúsund stykki af uppfinningunni en hættir svo við þegar búið er að framleiða alla pöntunina. Þar með blasir gjaldþrot og jafnvel ærumissir við félögunum þremur og til að bjarga málunum grípa þeir sem fyrr til sannkallaðra óyndisúrræða sem eins og nærri má geta eiga eftir að gera vonda stöðu mun verri.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Jason Bateman, Jason Sudeikis, Charlie Day, Jennifer Aniston, Kevin Spacey, Jamie Foxx, Chris Pine og Christoph Waltz.

Myndin verður sýnd í Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík‚ Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Bíóhöllin Akranesi og Króksbíó Sauðárkróki.