Munaðarleysinginn Pétur Pan

panFyrsta stiklan úr nýrri mynd um ævintýri Péturs Pan var opinberuð í dag. Handritið að myndinni er glæný nálgun á hina klassísku sögu um Pétur Pan og gerist í seinni heimstyrjöldinni. Pan er munaðarleysingi sem er rænt af sjóræningjum og tekinn til Neverland, þar uppgvötar hann að hans tilgangur sé að bjarga landinu frá hinum illu sjóræningjum.

Með aðalhlutverk í myndinni fara m.a. Hugh Jackman, sem fer með hlutverk Svartskeggs, Garrett Hedlund fer svo með hlutverk Krók kapteins. Rooney Mara leikur indjánastelpuna Tiger Lily, en Mara hefur áður gert garðinn frægan í myndum á borð við The Girl With The Dragon Tattoo og nú síðast í Her. Hinn ungi og efnilegi Levi Miller fer síðan með titilhlutverkið.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna.