Jackman er Svartskeggur

Fyrstu myndirnar af leikaranum Hugh Jackman í hlutverki Svartsgeggs í kvikmyndinni Pan voru opinberaðar af Entertainment Weekly fyrir skömmu.

Handritið að myndinni er glæný nálgun á hina klassísku sögu um Pétur Pan og gerist í seinni heimstyrjöldinni. Pan er munaðarleysingi sem er rænt af sjóræningjum og tekinn til Neverland, þar uppgvötar hann að hans tilgangur sé að bjarga landinu frá hinum illu sjóræningjum.

Jackman er ekki þekktur fyrir að leika hlutverk illmenna í bíómyndum, en hefur þó tekist á við drungaleg hlutverk, ef svo má að orði komast. Svartskeggur sjóræningi verður aðal illmennið í myndinni, en kafteinn Krókur, sem gjarnan er aðal þorparinn, verður með Pétri Pan í liði þar til hann svíkur lit og gengur til liðs við óvininn.

Hér að neðan má sjá Jackman í hlutverki sínu í Pan.

pan2

pan

pan5