Lifir að eilífu

the-age-of-adaline-poster-691x1024Ný kvikmynd með Blake Lively og Harrison Ford í aðalhlutverkum er væntanleg á næsta ári. Myndin fjallar um konuna Adaline sem lendir í bílslysi og fær að auki eldingu í sig. Frá þeim tímapunkti hættir hún að eldast og horfir á eftir ástvinum sínum verða gamalmenni.

Adaline fæddist árið 1908 og spannar myndin allt frá því ári og til dagsins í dag. Hún reynir á endanum að forðast náin tengsl svo hún þurfi ekki að horfa á eftir fleiri ástvinum deyja. Það reynist þrautin þyngri og þarf hún á endanum að sætta sig við eigin örlög.

Anthony Ingruber leikur hinn unga Harrison Ford í myndinni, en hann var uppgvötaður á Youtube eftir að hann setti inn myndband af sér að herma eftir Han Solo úr Star Wars. Ingruber er nauðalíkur Ford á yngri árum og hér að neðan má sjá bæði stikluna úr myndinni og Ingruber með eftirhermuna.