Frí Heild á Netinu í dag

Í dag, laugardaginn 22. nóvember, gefst fólki kostur á að sjá heimildarmyndina Heild á Vimeo On Demand, en einnig er hægt að kaupa myndina þar á sama stað og niðurhala henni.

heild 2

Í frétt frá framleiðanda myndarinnar, TrailerPark Studios, segir að eftir tvær vikur verði myndin svo fáanleg á heimasíðu myndarinnar í DVD formi auk þess sem hún verður fáanleg í vel völdum verslunum.

Heild var frumsýnd í Háskólabíó síðasta vor og hefur samkvæmt tilkynningunni, fengið gríðarlega góð viðbrögð og fékk til dæmis framleiðslustyrk frá Utanríkisráðuneytinu.

Maðurinn á bakvið myndina er Pétur Kristján Guðmundsson en nokkuð hefur verið fjallað um hann í kjölfar slyss sem hann varð fyrir í Austurríki.

Til að sjá myndina má smella hér. Til að skoða fría kafla úr myndinni skal smella hér, og til að skoða Facebook síðu myndarinnar er gott að smella hér.  Til að lesa söguþráð myndarinnar má smella hér. 

Myndin er 70 mínútna löng og birtir myndir af Íslandi teknar með hátæknilegum upptökuvélum.

Heild – Trailer from TrailerPark Studios on Vimeo.

HEILD – To the Stars & Into the Earth from TrailerPark Studios on Vimeo.