Pitch Perfect 2 – fyrsta stikla!

Þeir fjölmörgu sem skemmtu sér vel yfir a capella ( söngur án undirleiks ) dans- og söngvamyndinni vinsælu Pitch Perfect, árið 2012, eiga nú von á góðu því þann 15. maí nk. er von á mynd númer tvö, en miðað við fyrstu stikluna úr myndinni sem var að koma út, ætti hún ekki að gefa fyrri myndinni neitt eftir.

Pitch-Perfect-2-467

Fyrri myndin þénaði 113 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim, en hún fjallaði um sönghópa í miðskóla sem syngja án undirleiks. Myndin kostaði einungis 17 milljónir dala, og var því óvæntur smellur þegar hún var frumsýnd.

Aðalleikkonan Anna Kendrick er mætt aftur til leiks ásamt öllum helstu leikurum úr fyrri myndinni, Brittany Snow, Rebel Wilson, Hana Mae Lee, Ester Dean og Alexis Knapp, ásamt fleirum.

Myndin fjallar um það þegar sönghópurinn The Barden Bellas er búinn að vinna landskeppni í a capella söng í fyrri myndinni, en þá er næsta skref að keppa alþjóðlega, en við sögu koma áfram keppinautar þeirra í skólanum, The Barden Treblemakers, en þar eru sömu leikarar mættir til leiks og í fyrri myndinni, þeir Skylar Astin, Adam DeVine og Ben Platt.

Leikstjóri er Elizabeth Banks, sem leikstýrir nú sinni fyrstu mynd, og kemur fram í sama hlutverki og í fyrri myndinni, sem kynnirinn Gail Abernathy-McKadden.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: