Hús Corleone fjölskyldunnar til sölu

Eitt frægasta hús kvikmyndasögunnar er til sölu. Húsið sem um ræðir var notað í tökum fyrir kvikmyndina Guðfaðirinn, eða The Godfather. Myndinni var leikstýrt af Francis Ford Copolla og var frumsýnd árið 1972. Með helstu hlutverk í myndinni fóru Al Pacino, Robert Duvall, James Caan, Marlon Brando og Diane Keaton.

Fasteignin er til sölu á 2.89 milljónir USD, eða tæpar 360 milljónir ISK. Persónurnar Don Vito Corleone (Brando) og kona hans Carmela, leikin af Morgana King, bjuggu í húsinu í myndinni. Margar eftirminnilegar senur voru myndaðar við húsið og má þar helst telja brúðkaupsveislu Connie, þar sem menn biðu í röðum eftir að fá óskir sínar uppfylltar hjá guðföðurnum sjálfum á brúpkaupsdegi dóttur sinnar.

front.jpg

Húsið var byggt árið 1930 fyrir Joseph Palma og bjó hann þar ásamt konu sinni og ellefu börnum. Seinna meir var húsið í eigu Edward Norton III, en hann var í háskóla þegar tökur áttu sér stað. Framleiðendur myndarinnar urðu fyrst varir við húsið eftir að leikarinn Gianni Russo, sem ólst upp í nágrenni við húsið, sagði þeim frá því eftir að hafa lesið handritið að myndinni.