Geimferðalögin heilla

Hin epíska geim-og tímaferðalagamynd Christopher Nolan, Interstellar, er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina samkvæmt bráðabirgðatölum. Næst á eftir henni kemur teiknimyndin Big Hero 6, en myndirnar munu líklega bítast um fyrsta sætið þegar tölur fyrir helgina alla verða teknar saman.

matthew

Áætlaðar tekjur Interstellar eftir sýningar gærdagsins eru um 17 milljónir Bandaríkjadala en Big Hero 6 er rétt á eftir með 15,8 milljónir dala.

Næstar á listanum eftir þessum tveimur koma hrollvekjan Ouija, spennutryllirinn Gone Girl eftir David Fincher, og hin stórgóða Nightcrawler með Jake Gyllenhaal, í hlutverki siðblinds manns sem finnur sig í því að taka upp glæpi og slys á myndband og selja myndefnið til sjónvarpsstöðva.