Fyrsta íslenska myndin um uppvakninga

Kvikmyndin Zombie Island er fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem fjallar um uppvakninga. Vinnsla myndarinnar hefur staðið yfir í nokkurn tíma en tökur fóru fram um mitt árið 2012 víðsvegar um Reykjanesið.

Myndin segir frá minnislausum manni. Hann kemur inn í samfélag sem sýkt er af veiru sem breytir fólki í uppvakninga. Hann slæst í för með eftirlifendum sem reyna að lifa af og berjast gegn veirunni í veikri von um að finna við henni lækningu. Kostnaður við framleiðslu myndarinnar er mjög lítill miðað við myndir af svipaðri stærðargráðu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum veittu ómetanlega aðstoð við gerð myndarinnar auk fjölda fólks sem kom að gerð hennar.

ZI19

Eftirvinnsla myndarinnar er að hefjast og því fylgir óhjákvæmilega kostnaður og því hafa framleiðendur myndarinnar leitað til Karolina Fund varðandi hópfjármögnun. Söfnunin hefst í dag, 31. október og lýkur 9. desember. Þeir sem fjárfesta í verkefninu fá að sjálfsögðu eitthvað fyrir sitt og má nálgast allar upplýsingar HÉR.

Marteinn Ibsen leikstjóri og handritshöfundur vonar að með þessu söfnunarátaki takist að klára myndina svo að hægt verði að koma henni í sýningu svo hrollvekjuaðdáendur sem og aðrir geti notið myndarinnar. Áætlað er að frumsýna Zombie Island vorið 2015.

Stikk: