Spilin hafa ekki áhrif á hjónabandið

Leikarinn, leikstjórinn og fjárhættuspilarinn Ben Affleck hefur þurft að svara fyrir fjárhættuspilamennsku sína í viðtölum sem hann veitir fjölmiðlum vegna nýjustu myndar sinnar, Gone Girl, sem David Fincher leikstýrir, en Affleck var staðinn að verki í spilavíti síðasta vor í Las Vegas, þar sem hann var að telja spil í fjárhættuspilinu 21, og vísað út úr spilavítinu.

2007 World Series Of Poker Ante Up For Africa

„Þetta er sönn saga,“ sagði Affleck í samtali við Details. „Ég á við, þetta gerðist. Ég ákvað að taka mér smá tíma til að læra spilið, og varð sæmilegur spilari. Og þegar ég var orðinn ágætur, þá bað spilavítið mig um að spila ekki 21. Ég meina, sú staðreynd að maður sé góður í spilinu sé andstætt reglum spilavítanna ætti að segja eitthvað um spilavítin sjálf.“

Affleck, sem er þekktur pókerspilari, sagði að hann hefði lært að spila 21 á löglegan hátt, þó svo að spilavítin séu ekki á eitt sátt við þetta allt saman, en hann viðurkennir að hafa orðið „að vissu leyti heltekinn“ af 21, en þetta er einn af fáum spilum í spilavítum, sem Affleck er tilbúinn að leggja peninga undir í.

„Ég vissi að í 21 þá er ákveðin leið til að bæta líkur þínar. Þannig að ég byrjaði að reyna að læra. Og svo kom ég að þeim stað í lífi mínu þar sem ég sagði við sjálfan mig „Ef ég ætla að gera eitthvað, þá er eins gott að gera það mjög vel,“ sagði Affleck. „Þetta var sett fram eins og þetta væri ólöglegt sem ég gerði. Þú veist hvað ég meina?“

Affleck, sem mun leika Bruce Wayne, milljarðamæringinn sem berst gegn glæpum sem Batman, í myndinni Batman v Superman: Dawn of Justice, sem kemur í bíó árið 2016, segir að atvikið sl. vor hafi ekki verið jafn dramatískt og fjölmiðlar vilji vera láta.

Hann sagði að öryggisverðir hafi einfaldlega sagt honum að hætta að spila 21 í spilavítinu, en hentu honum ekki út með valdi, sem Affleck viðurkennir að hefði verið miklu meira „frábært“.

Affleck vill leiðrétta þá ímynd sem dregin hefur verið upp að það sé eitthvað rangt við það hvernig hann spilar fjárhættuspil og hve oft hann gerir það, og sérstaklega vill hann að almenningur viti að sögur slúðurblaðanna um að þetta hafi haft áhrif á hjónaband hans við Jennifer Garner, sé algjör þvættingur.

„Þeir ljúga þessu algjörlega [….]“ segir leikarinn og segir að blöðin séu dugleg að skálda hitt og þetta til að auka á dramatíkina og selja blöðin.