Sýnishorn úr stuttmyndinni 'Sól'

Anna-SolFyrsta sýnishornið úr stuttmyndinni Sól var sett á vefinn í dag. Myndin fjallar um unga konu sem er að safna sér fyrir námi erlendis. Hún er meðvirkt peð eldri systur sinnar, Bríetar sem leigir Sól út sem „mennskan boxpúða“ til að veita útrás og fullnægja blæti ýmissa skuggalegra karla. Myndin endar með blóðugu uppgjöri milli systranna.

Myndinni er leikstýrt af Aríel Jóhanni (Tönn fyrir tönn) og skrifuð af Sigurði Antoni (Ísabella). Framleiðendur myndarinnar eru Aríel Jóhann og Silja Ástudóttir hjá Alkul films.

Leikkonan Anna Hafþórsdóttir leikur titilhlutverkið og ættu lesendur að þekkja hana úr kvikmyndinni Vonarstræti og þáttunum Tinna og Tóta, sem sýndir voru á Bravó.

Hér að neðan má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni, sem verður sýnd í desember næstkomandi.