Crystal mun heiðra Williams á Emmy-verðlaununum

1_Billy_Crystal_Robin_Williams_Sony_Pictures_3ZeCBu_qtfvlEmmy-verðlaunahátíðin verður haldin með pompi og prakt á morgun í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Framleiðandi hátíðarinnar, Don Mischer, sagði á blaðamannafundi á dögunum að Robin Williams fengi sérstaka heiðursathöfn á hátíðinni þar sem leikarinn og góðvinur Williams, Billy Crystal, mun heiðra minningu hans.

,,Robin Williams mun fá þá heiðursathöfn sem hann verðskuldar,“ sagði Mischer m.a. á blaðamannafundinum, en eins og flestum er kunnugt þá lést Robin Williams þann 11. ágúst. 63 ára að aldri.

Williams mun þ.a.l verða í árlegum lið sem kallast „Í minningu“ á hátíðinni. Söngkonan Sara Bareilles mun sjá um tónlistina í liðnum, en hún hefur tileinkað lag sitt „Hercules“ til Williams.

Þess má geta að á síðasta ári heiðraði Williams leikarann Jonathan Winters í sama lið á hátíðinni.