Myndar slys- og morðstaði

night_article_story_largeLeikarinn Jake Gyllenhaal fékk smjörþefinn af heimi glæpafréttamennsku þegar hann lék skopmyndateiknarann Robert Graysmith í mynd David Fincher, Zodiac, árið 2007. Að þessu sinni fer hann þó skrefinu lengra í hlutverki tækifærissinnans Lou Bloom í spennumyndinni Nightcrawler, en Bloom aflar sér tekna með því að selja óhugnanlegar upptökur af slys- og morðstöðum til sjónvarpsstöðva.

Nightcrawler er sjálfstæð framleiðsla og er leikstýrð af Dan Gilroy, en myndin er leikstjórnarleg fraumraun hans. Í nýrri stiklu úr myndinni, sem má sjá hér að neðan, kynnist Bloom veröld glæpafréttamannsins eftir að hafa verið vitni af bílslysi. Eftir það tekur hann ákvörðun um að byrja að mynda en starfið virðist heltaka Bloom sem byrjar að færa til fórnarlömb til þess að gera myndefnið enn dramatískara.